Innlent

Búast við löngum fundi stjórnar OR

Fundurinn stendur yfir á 6.hæð í húsi Orkuveitunnar.
Fundurinn stendur yfir á 6.hæð í húsi Orkuveitunnar.

Nú stendur yfir fundur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á 6.hæð í húsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi. Fundarmenn vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn en bjuggust við löngum fundi.

Ásta Þorleifsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Hjörleifur Kvaran forstjóri OR funduðu áður en fundurinn hófst fyrir um klukkutíma.

Að loknum þeim fundi vildi enginn tjá sig um hvort lögð yrði fram tillaga fyrir stjórnina þess efnis að selja ætti REI eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun.

Heimildir Vísis herma hinsvegar að REI verði ekki selt en en hinsvegar verði rætt hvort hægt sé að losa REI út úr þeim verkefnum sem þykja of áhættusöm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×