Lífið

Bruce Dickinson kemur XL strandaglópum til bjargar

Bruce Dickinson á sviði með félaga sínum Steve Harris, sem er raunar á meðal heitustu stuðningsmanna West Ham, sem einmitt auglýstu XL á búningum sínum.
Bruce Dickinson á sviði með félaga sínum Steve Harris, sem er raunar á meðal heitustu stuðningsmanna West Ham, sem einmitt auglýstu XL á búningum sínum.
Þúsundþjalasmiðurinn Bruce Dickinson, sem flestir þekkja sem forsöngvara bresku þungarokks sveitarinnar Iron Maiden, en er einnig flugmaður, er á meðal þeirra sem hafa verið að flytja breska ferðalanga til síns heima eftir að Xl Leisure Group fór á hausinn í gær. Í viðtali á BBC segir Dickinson að honum hafi tekist að fá til liðs við sig áhöfn frá IcelandExpress og að hann hafi þegar flogið eina ferð til Egyptalands og sótt um 180 þreytta ferðalanga.

Bresk flugmálayfirvöld hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fá flugfélög til þess að hlaupa undir bagga en fjöldi ferðamanna er nú strandaður hér og þar um veröldina í kjölfar gjaldþrotsins.

Dickinson sagði við BBC að nú myndi hann taka sér hina 12 tíma lögbundnu hvíld en eftir það myndi hann fljúga á ný til Egyptalands til þess að koma löndum sínum heim og minnir kappinn óneitanlega á Móses forðum daga sem frelsaði þjóð sína úr ánauð í Egyptalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.