Lífið

Britney barmar sér í föðurhúsum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Britney Spears meðan gleðin var við völd.
Britney Spears meðan gleðin var við völd.

Söngkonunni Britney Spears hundleiðist að vera undir vökulu auga föður síns en dómstóll í Kaliforníu úrskurðaði fyrr á árinu að hann skyldi vera lögráðamaður hennar og hafa þar með öll hennar ráð í hendi sér.

Spears, sem átti 27 ára afmæli í gær, segist fara í rúmið klukkan hálftíu á hverju kvöldi og sér finnist hún fyrir vikið vera orðin hálfgert gamalmenni. Söngkonan átti í verulegum vandræðum með fíkniefni og fyrrverandi eiginmann en virðist nú vera að feta sig inn á þröngan veg dyggðarinnar á ný.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.