Innlent

Hjón með fimm börn fluttu í leiguhúsnæði vegna myglusvepps

Hjón í Hvalfjarðarsveit lentu í svipuðu fyrr á þessu ári, rífa þurftu hús þeirra eins og sést á þessari mynd.
Hjón í Hvalfjarðarsveit lentu í svipuðu fyrr á þessu ári, rífa þurftu hús þeirra eins og sést á þessari mynd.

Hjón með fimm börn sem þurftu að yfirgefa heimili sitt í Grindavík vegna myglusvepps héldu upp á fyrstu jólin í nokkur ár án veikinda. Myglusveppurinn var þess valdandi að fjölskyldan glímdi við margvísleg veikindi.

Óðinn og Ragna Kristín keyptu húsið árið 2000. Nokkru eftir að þau fluttu inn fór að bera á veikindum í fjölskyldunni sem virtust engan endi ætla að taka. Einkennin voru t.a.m. höfuðkvalir, stíflur í ennis- og kinnholum, útbrot og minnisleysi. Ástæðan fyrir veikindunum var myglusveppur í húsinu sem er óíbúðarhæft. Hjónin sitja uppi með tjónið þar sem engar tryggingar ná yfir það. Að auki þurftu þau að skilja megnið af eigum sínum eftir í húsinu.

Fjölskyldan yfirgaf húsið í byrjun nóvember og býr nú í leiguhúsnæði. Þau eru strax farin að finna mun á heilsunni og náðu að eiga veikindalaus jól.

Vinir og velunnarar fjölskyldunnar hafa opnað söfnunareikning til stuðnings henni. Númer hans er: 1193-05-001550, kt. 140673-5369.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×