Innlent

Fjörutíu mál í dagbók lögreglu í nótt

Mikill erill var hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í nótt. Frá miðnætti og til klukkan sex í morgun eru 40 mál skráð í dagbók lögreglunnar.

Að mestu var um ölvun og ólæti að ræða ásamt eignarspjöllum. Sjö menn gista nú fangageymslur lögreglunnar vegna þessa og verða skýrslur teknar af þeim á eftir. Málafjöldinn er eins og eftir helgarnótt og kann lögreglan ekki skýringu á þessu. Hvað eignaspjöllin varðar er þar mest um skemmdir á bílum og lausamunum að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×