Lífið

Seabear með lag í Gossip Girl

SHA skrifar
Hljómsveitin Seabear.
Hljómsveitin Seabear. MYND/Lilja Birgisdóttir

Lag með íslensku hljómsveitinni Seabear mun hljóma í þætti einnar vinsælustu þáttaraðar Bandaríkjanna um þessar mundir, Gossip Girl, sem sýnd er á Stöð 2. Frá þessu segir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Seabear, í bloggi á MySpace-síðu sveitarinnar.

Lagið sem um ræðir heitir Cat Piano og er að finna á frumburði sveitarinnar, The Ghost That Carried Us Away, sem kom út í fyrra við frábærar undirtektir. Þátturinn sem lagið mun fá að hljóma í verður sýndir þann 8. september í Bandaríkjunum en seinna í vetur á Íslandi.

Annars er það að frétta af Seabear að ný plata er í burðarliðnum en í byrjun næsta mánaðar mun sveitin síðan halda í tónleikaferð um Evrópu þar sem hún mun koma fram á um þrjátíu tónleikum á einum mánuði, geri aðrir betur. Tónlistarmaðurinn Borko mun einnig vera með í för stærstan hluta ferðarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.