Innlent

Meirihluti vill að ríkisstjórnin taki afstöðu til ESB á kjörtímabilinu

Fimmtíu og þrjú prósent aðspurðra í nýrri könnun Capacent fyrir Samtök iðnaðarins vilja að ríkisstjórnin ákveði á þessu kjörtímabili hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.

Hins vegar eru 38 prósent á öndverðri skoðun og níu prósent eru óákveðin. Um var að ræða nýja spurningu í reglulegri könnun Samtaka iðnaðarins á afstöðu fólks til Evrópusambandsins.

Einnig var spurt hvort afstaða stjórnmálaflokkanna til aðildar að ESB og upptöku evru myndi hafa mikil, nokkur, lítil eða engin áhrif á hvernig fólk greiddi atkvæði í næstu kosningum. Rúmlega 60 prósent sögðu að afstaða flokkanna myndi hafa áhrif en tæp 40 prósent að þau yrðu lítil eða engin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×