Innlent

Brimnes landaði 1200 tonnum

Frystitogarinn Brimnes kom til heimahafnar í Reykjavík í gær með einhvern verðmætasta farm sem íslenskt fiskiskip hefur borið að landi til þessa.

Aflaverðmætið er 185 milljónir króna eftir 37 daga veiðiferð og var heildarafli upp úr sjó rösklega tólf hundruð tonn. Það eru yfir 30 tonn að meðaltali á sólarhring og talsvert meira á hvern veiðidag, því töluverður tími fór í siglingu á miðin og til baka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×