Innlent

Hurðin þeyttist af hjörunum

Sprenging varð í íbúð í Heiðarhverfi í Reykjanesbæ um ellefu leytið í gærkvöldi. Við sprenginguna þeyttist hurð af hjörunum og hurðarkarmurinn fylgdi í kjölfarið að því sem fram kemur á fréttavef Víkurfrétta.

Húsráðendur voru heima og varð mjög brugðið. Ástæða sprengingarinnar er rakin til þess að sprittkerti voru logandi ofan á þvottavél og þau virðast hafa kveikt í einhverju eldfimu sem síðan varð til þess að eldur komst í spraybrúsa á hillu ofan við þvottavélina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×