Erlent

Ísraelar vilja skila Gólanhæðum

Ehud Olmert
Ehud Olmert

Ehud Omert hefur tjáð tyrkneskum yfirvöldum að Ísraelar séu reiðubúnir að skila Gólanhæðum til Sýrlendinga í skiptum fyrir frið. Þetta sagði ráðherra í ríkisstjórn Sýrlands við Al Jazeera fréttastöðina í dag í dag.

"Olmert vill frið undir alþjóðlegum skilmálum á grundvelli þess að Gólanhæðum verði skilað til Sýrlendinga," sagði sýrlenski ráðherrann Buthaina Shaaban í dag.

Shaaban sagði að Ísraelar hefðu komið þessum skilaboðum til Sýrlendinga með aðstoð Tyrkja.

Ísraelar hertóku Gólanhæðir árið 1967.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×