Innlent

Sex hundruð manns fá jólaaðstoð frá Fjölskylduhjálpinni

Frá húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð.
Frá húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð.

Reiknað er með að 600 manns fái úthlutað jólaaðstoð frá Fjölskylduhjálpinni fyrir þessi jól, segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar. Ásgerður segir að í boði sé veglegur jólamatur, jólapakkar sem eru undir trénu í Kringlunni og sá fatnaður sem fólk þarf.

Síðasti dagur til að sækja um jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálpinni er næsti fimmtudagur, en einnig verður hægt að sækja um í dag. Opið er báða dagana á milli klukkan eitt og fjögur. Fjölskylduhjálp Íslands er til staðar að Eskhlíð 2-4 í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×