Innlent

Minnihlutinn einnig í meirihluta í menntaráði

Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, situr í menntaráði Reykjavíkur.
Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, situr í menntaráði Reykjavíkur.

Fulltrúar minnihlutans í menntaráði Reykjavíkur voru í meirihluta á fundi ráðsins í dag. Fyrr í dag greindi Vísir frá því að sama staða kom upp á fundi skipulagsráðs í morgun.

,,Þetta vekur óneitanlega athygli," segir Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og nefndarmaður í menntaráði. Margrét kennir slæmum starfsanda í meirihlutanum um slaka mætingu fulltrúa meirihlutans á fundi og opinbera viðburði á vegum borgarinnar.

Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, og Marta Guðjónsdóttir mættu á fundinn fyrir meirihlutann.

Oddný Sturludóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Margrét Sverrisdóttir sátu fundinn fyrir minnihlutann. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, áheyrnarfulltrúi Framsóknarflokksins, var einnig á fundinum.


Tengdar fréttir

Minnihlutinn í meirihluta

Fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði Reykjavíkur voru í meirihluta á fundi ráðsins í morgun. Hanna Birna Kristjánsdóttir og Snorri Hjaltason, varamaður Gísla Marteins Baldurssonar, voru þau einu sem mættu á fundinn frá meirihlutanum. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður borgarstjóra, og Kristján Guðmundsson voru fjarverandi. ,,Ég minnist þess ekki að þetta hafi komið fyrir áður," segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, sem sat fundinn í morgun. ,,Þetta er til marks um það að meirihlutinn er ekki með hlutina á hreinu frekar en fyrri daginn." Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Stefán Benediktsson sátu fundinn fyrir minnihlutann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×