Lífið

Guy Ritchie og börnin sáu mömmu Madonnu á sviði - myndir

Madonna söng fyrir 40.000 gesti í Cardiff.
Madonna söng fyrir 40.000 gesti í Cardiff.

Eiginmaður Madonnu, Guy Ritchie, ásamt börnunum, Lourdes, Rocco og David voru á meðal fjörutíu þúsund áhorfenda sem mættu á fyrstu tónleika Madonnu í tónleikaferð hennar um heiminn sem ber yfirskriftina: Sticky & Sweet, sem þýðir klístrað og sætt.

Fimmtuga poppdrottningin ásamt sextán dönsurum skiptu átta sinnum um búninga á meðan á tveggja klukkustunda tónleikunum stóð.

Á tónleikunum má sjá Kanye West, Pharrel Williams og Britney Spears birtast á risastórum skjá syngjandi með Madonnu.

Umfang tækja, tóla og fylgdarliðs Madonnu er mikið. Með í för eru tvö svið, sextíu og níu gítarar, tólf trampólín svo eitthvað sé nefnt.

Einkaþjálfari og nuddari söngkonunnar eru einnig hluti af starfsliðinu. Hljómsveit Madonnu er tólf manna.

Meðfylgjandi eru myndir frá tónleikunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.