Innlent

Tilkynnt um reyk í húsi við Lækjartorg

MYND/Anton

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Hafnarstræti 20 við Lækjartorg fyrir stundu eftir að tilkynnt var um reyk sem þaðan barst.

Þar munu vera iðnaðarmenn að störfum en ekki liggur fyrir hvort eldur hafi komið upp við störf þeirra. Að sögn slökkviliðs voru bílar af tveimur stöðvum sendir á staðinn en frekari upplýsingar er ekki að fá að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×