Enski boltinn

Downing orðaður við Liverpool

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stewart Downing.
Stewart Downing.

Óvænt tíðindi berast frá Englandi en fjölmiðlar þar í landi segja að Liverpool sé að undirbúa 10 milljón punda boð í Stewart Downing. Rafael Benítez er í leit að vinstri kantmanni í stað Harry Kewell.

Downing leikur með Middlesbrough og var hann orðaður við Tottenham á síðustu leiktíð. Gareth Southgate, stjóri Boro, vill halda Downing sem skrifaði undir nýjan fimm ára samning fyrir fimm mánuðum.

Middlesbrough hyggst byggja lið sitt að stórum hluta í kringum Downing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×