Innlent

Guðmundur skilaði gögnunum til OR í dag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað hinum umdeildu gögnum til Orkuveitunnar. Þetta gerðist í dag. „Ég skilaði þeim öllum og reikna með að málinu sé lokið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi fyrir skömmu.

Guðmundur er hins vegar enn þá með bifreið sem hann hafði til afnota sem forstjóri Orkuveitunnar og henni hyggst hann ekki skila. „Ég reikna með að það verði eitthvert lögfræðiþjark úr því bara. Ég tel hann vera hluta af mínum launakjörum sem fylgi starfslokasamningnum en þeir hafa einhverja skoðun á því að svo sé ekki," sagði Guðmundur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×