Baráttunni hvergi nærri lokið 31. desember 2008 21:32 „Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki hvort stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu sem sýnt var í kvöld. Geir sagði að hann sem forsætisráðherra bæri ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð myndi hann axla, hvort sem siglt væri um lygnan sjó eða þungan. „Okkur hafa vissulega orðið á mistök í þeim hamförum sem riðið hafa yfir en það er engu að síður ljóst í mínum huga, að það var ekki á færi íslenskra stjórnvalda að afstýra hruni íslensku bankanna eftir að heimskreppan skall á af fullum þunga. Allar aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa miðað að því að takmarka það tjón sem íslenska þjóðin mun óhjákvæmilega verða fyrir vegna bankahrunsins. Sú barátta hefur staðið dag og nótt og henni er hvergi nærri lokið," sagði Geir. Geir sagði að Íslendingar yrðu að draga réttan lærdóm af því sem gerst hefði, varðveita það sem hafi gefist vel og breyta því sem miður hafi farið. „Mér er þrennt efst í huga: Í fyrsta lagi verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Við verðum að sjá til þess að í engan þátt efnahagslífsins hlaupi ójafnvægi eða óviðráðanlegur ofvöxtur eins og gerðist í bankakerfinu. Í öðru lagi verður efnahagur okkar að byggjast á raunverulegri verðmætasköpun. Ég á þar ekki aðeins við fiskveiðar, álframleiðslu og hefðbundinn landbúnað heldur líka margs konar aðra framleiðslu og þjónustu sem við stundum og getum stundað, eins og ferðamennsku, og þekkingariðnað af margvíslegu tagi sem byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda þjóðarinnar, menntun og mannauði. Í þriðja lagi þurfum við að temja okkur nýtt hugarfar í atvinnulífinu. Ævintýramennska og óhóf eiga að heyra sögunni til," sagði Geir. Hann bætti við að forystumenn í atvinnulífi yrðu að finna meira til ábyrgðar sinnar í samfélaginu. Frelsi fylgdi ábyrgð. Margar aðgerðir bankanna og forystumanna þeirra hafi ekki borið vitni þeirrar ábyrgðar sem með réttu hefði mátt krefjast af þeim.Hægt er að horfa á ávarpið með því að smella á horfa á myndskeið hnappinn hér fyrir ofan. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
„Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki hvort stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu sem sýnt var í kvöld. Geir sagði að hann sem forsætisráðherra bæri ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð myndi hann axla, hvort sem siglt væri um lygnan sjó eða þungan. „Okkur hafa vissulega orðið á mistök í þeim hamförum sem riðið hafa yfir en það er engu að síður ljóst í mínum huga, að það var ekki á færi íslenskra stjórnvalda að afstýra hruni íslensku bankanna eftir að heimskreppan skall á af fullum þunga. Allar aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa miðað að því að takmarka það tjón sem íslenska þjóðin mun óhjákvæmilega verða fyrir vegna bankahrunsins. Sú barátta hefur staðið dag og nótt og henni er hvergi nærri lokið," sagði Geir. Geir sagði að Íslendingar yrðu að draga réttan lærdóm af því sem gerst hefði, varðveita það sem hafi gefist vel og breyta því sem miður hafi farið. „Mér er þrennt efst í huga: Í fyrsta lagi verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Við verðum að sjá til þess að í engan þátt efnahagslífsins hlaupi ójafnvægi eða óviðráðanlegur ofvöxtur eins og gerðist í bankakerfinu. Í öðru lagi verður efnahagur okkar að byggjast á raunverulegri verðmætasköpun. Ég á þar ekki aðeins við fiskveiðar, álframleiðslu og hefðbundinn landbúnað heldur líka margs konar aðra framleiðslu og þjónustu sem við stundum og getum stundað, eins og ferðamennsku, og þekkingariðnað af margvíslegu tagi sem byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda þjóðarinnar, menntun og mannauði. Í þriðja lagi þurfum við að temja okkur nýtt hugarfar í atvinnulífinu. Ævintýramennska og óhóf eiga að heyra sögunni til," sagði Geir. Hann bætti við að forystumenn í atvinnulífi yrðu að finna meira til ábyrgðar sinnar í samfélaginu. Frelsi fylgdi ábyrgð. Margar aðgerðir bankanna og forystumanna þeirra hafi ekki borið vitni þeirrar ábyrgðar sem með réttu hefði mátt krefjast af þeim.Hægt er að horfa á ávarpið með því að smella á horfa á myndskeið hnappinn hér fyrir ofan.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira