Innlent

Maður lést í bruna í Fannborg

Eldur kviknaði í Fannborg í Reykjavík.
Eldur kviknaði í Fannborg í Reykjavík.
Maður á áttræðisaldri lést þegar eldur kom upp í íbúð hans í fjölbýlishúsi í Fannborg í Kópavogi um þrjúleytið nótt. Aðrir íbúar hússins þurftu að yfirgefa íbúðir sínar og hlúði hópur frá Rauði krossinum að fólkinu og veitti því áfallahjálp í strætisvögnum fyrir utan húsið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Að því loknu gátu flestir íbúanna að snúið aftur í íbúðir sínar, en ein þeirra var þó óíbúðarhæf vegna reykskemmda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×