Innlent

Ingibjörg og Geir ákváðu að geyma hrókeringar í ríkisstjórn fram yfir landsfund

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Kryddsíldinni fyrir stundu að hún og Geir H. Haarde forsætisráðherra hefðu rætt um hrókeringar í ríkisstjórn fyrir jól. Niðurstaða þeirra hefði hinsvegar verið að best væri að bíða með þær ákvarðanir fram yfir landsfund Sjálfstæðisflokksins í janúar.

Ingibjörg hefur áður sagt að samþykki landsfundur flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu, telji hún ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×