Innlent

Hesthús í Fjárborg brann til grunna í nótt

Hesthús í Fjárborg við Suðurlandsveg rétt hjá Norðlingaholti brann til grunna í nótt.

Slökkviliðið var kallað út um hálf-eitt leytið í nótt en þegar að var komið var hesthúsið alelda og lítið annað hægt að gera en að leyfa eldinum að fjara út. Engir hestar voru í húsinu er eldurinn kom upp.

Slökkviliðið var á staðnum til klukkan þrjú í nótt er síðustu glæðurnar slokknuðu. Tildrög eldsins liggja ekki ljós fyrir en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×