Innlent

Grund byggir hjúkrunarheimili í Urriðaholti

Frá Urriðaholti.
Frá Urriðaholti. MYND/Rósa

Grund hyggst reisa hjúkrunarheimili í Urriðaholti fyrir hundrað heimilismenn og er áætlað að framkvæmdir hefjist seint á næsta ári.

Félagið skrifaði í gær undir samkomulag við Oddfellow-regluna um að fá að byggja hjúkrunarheimili á lóð reglunnar í Urriðaholti. Húsið verður allt að 7.500 fermetrar og kostnaður við það í kringum tveir milljarðar eftir því sem segir á vef Grundar.

Þar segir einnig að síðastliðin tvö ár hafi Grund verið á höttunum eftir lóð undir nýtt hjúkrunarheimili til að koma til móts við yfirvofandi fækkun plássa á Grund við Hringbraut. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, segir það hafa reynst árangurslítið að leita á náðir Reykjavíkurborgar en þegar haft var samband við Oddfellow-regluna fyrir tveimur vikum hafi hjólin tekið að snúast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×