Innlent

Sjúkraliðar semja

Sjúkraliðafélag Íslands hefur samþykkt kjarasamning BSRB við ríkið. Á kjörskrá voru 1250. Fjöldi svarenda var 545 og sögðu já 84% svarenda en nei 14% svarenda. Auðir seðlar voru 17 eða 2% svarenda.

Nú hafa öll aðildarfélög BSRB sem voru aðilar að samningnum greitt atkvæði um hann og hann alls staðar verið samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.

Þetta kemur fram á vef BSRB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×