Innlent

Hætta leit að íslenskri skútu

MYND/AB

Skipulagðri leit að skútunni sem hvarf milli Bermúda og Nýfundnalands hefur verið hætt. Einn Íslendingur er um borð og spurðist síðast til hans 4. júní.

Að sögn Landhelgisgæslunnar var það samtal ógreinilegt og svo virtist sem maðurinn ætti í erfiðleikum með rafkerfið um borð. Strandgæslur Bandaríkjanna og Kanada gerðu mikla leit að skútunni, meðal annars með Herkúlesvélum og Orion kafbátaleitarvél. Síðasta leitarflugið var þann 18. júní. Landhelgisgæslan segir að málið sé nú í bið þar til einhverjar nýjar upplýsingar um afdrif skútunnar berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×