Innlent

Nesstofa opnuð á ný

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Margrét Hallgrímsdóttir og Jónmundur Guðmarsson klippa á borðann.
Margrét Hallgrímsdóttir og Jónmundur Guðmarsson klippa á borðann.

Nesstofa var opnuð síðastliðinn laugardag með pompi og prakt í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni. Bæjarstjóri Seltjarnarness Jónmundur Guðmarsson og Þjóminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir klipptu á borðann og sögðu frá uppruna Nesstofu og þeim tilgangi sem hún þjónaði þá og nú.

Nesstofa var byggt rétt eftir miðbik átjándu aldar og hýsti fyrsta landlækni landsins, Bjarna Pálsson, og starfrækti hann þar fyrsta apótek landsins.

Endurbætur á húsinu hafa staðið yfir allt frá árinu 2005 en fjölmargir komu að verkefninu, meðal annars menntamálaráðherra, Þjóðminjasafn Íslands, Þorstein Gunnarsson arkitekt og samtök lækna. Augustinus Fonden í Danmörku hefur einnig lagt heilmikið fé í endurbæturnar og fylgst með verkefninu.

Verður lifandi svæði í framtíðinni

Samkvæmt upplýsingum frá Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa Seltjarnarnesbæjar verður Nesstofa hluti að Lækningaminjasafni Íslands en brátt verður reist nýbygging á svæðinu tengd safninu.

Ellen segir að það sé ekki spurning að opnun Nesstofu muni hafa góð áhrif á svæðið í kring en þar nú er unnið að mikilli uppbyggingu. „Svæðið þarna mun koma til með að vera mjög lifandi í framtíðinni og við bindum miklar vonir við að aðsókn bæði ferðamanna og bæjarbúa aukist," segir Ellen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×