Innlent

Leita áfram að ísbjarnarsporum

MYND/Valli

Áformað er að halda áfram leit í dag að ísbjarnarsporum þeim sem erlendir ferðamenn rákust á í moldarflagi við Hveravelli í gærmorgun.

Lögreglan telur frásögn ferðamannana af sporunum mjög trúverðuga en þótt þeir færu með lögreglunni á staðinn í gærdag fundust sporin ekki aftur. Lögreglan hvetur fólk sem leið á um þetta svæði að fara að öllu með gát. Þess má geta að bóndann sem dreymdi fyrir ísbjörnunum í vor dreymdi að þeir væru þrír talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×