Innlent

Göngum saman til styrktar rannsóknum á brjóstakrabba

Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á morgun, sunnudaginn 7. september á þremur stöðum á landinu, Reykjavík, Akureyri og Ísafirði.

Í Elliðaárdal í Reykjavík. Lagt af stað kl. 10:30 frá Árbæjarkirkju og boðið upp á 3km, 7km og 10km göngu um dalinn.

Á Akureyri verður lagt af stað kl. 11:00 frá hátíðarsvæðinu í Kjarnaskógi og á Ísafirði verður gengið frá Bónusplaninu kl. 14:00.

Styrktarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja íslenskar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár til styrktar grunnrannsóknum á krabbameini í brjóstum og eru göngurnar á morgun aðalfjáröflun ársins en þátttaka kostar 3000 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×