Lífið

Kristján Jóhannsson semur við Senu

Kristján Jóhannsson
Kristján Jóhannsson

Kristján Jóhannsson og Sena hafa gert með sér samstarfssamning til næstu 5 ára um víðtækt samstarf á Íslandi.

Sena tekur að sér útgáfu á gömlu og nýju efni Kristjáns og auk þess mun Bravó, tónleika- og umboðsarmur Senu, sjá um allt tónleikahald og umboðsmennsku fyrir Kristján næstu árin.

Vísir hafði samband við Eið Arnarsson útgáfustjóra Senu sem fagnar samstarfinu:

„Við hyggjum á öfluga útgáfu glæsilegra hljómplatna með Kristjáni frá og með næsta ári. Ég get lofað því að honum verður gert hátt undir höfði hjá okkur og þjóðinni verður boðið upp á afburða vandaðar útgáfur frá þessum magnaða listamanni sem við höfum séð allt of lítið af síðustu árin", segir Eiður.

Var erfitt að semja við Kristján? „Nei, það var mjög auðvelt. Í fyrsta lagi er hann alveg frábær söngvari og hiklaust besti söngvari sem Ísland hefur alið og þá sérstaklega á meðal söngvara í hans geira. Það er löngu kominn tími til að hann fái nýjan fókus á Íslandi. Hann hefur lítið sinnt Íslandi lengi," segir Eiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.