Erlent

Líbanska þingið kýs forseta á sunnudag

Líbanska þingið kemur saman á sunnudag til að kjósa nýjan forseta. Það verður að öllum líkindum hershöfðinginn Michel Suleiman. Samningar náðust í Qatar í dag á milli ríkisstjórnarinnar, sem höll er undir vesturveldin, og stjórnarandstöðunnar sem Hizbollaliðar tilheyra, en Líbanon hefur verið án forseta síðastliðið hálfa árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×