Staða íslenskra mæðra og barna ein sú besta í heiminum 6. maí 2008 15:40 MYND/Stefán Ísland er í þriðja sæti og fellur niður um eitt sæti samkvæmt árlegri skýrslu Barnaheilla, Save the Children í Bandaríkjunum, um stöðu mæðra og barna í heiminum 2008. Skýrslan er gefin út í tengslum við mæðradaginn sem er í dag. Fram kemur á heimasíðu Barnaheilla að í skýrslunni séu bornar saman aðstæður mæðra og barna í 146 löndum. Svíþjóð er í efsta sæti og síðan koma Noregur og Ísland en Afríkuríkið Níger er í neðsta sæti. Áberandi er hve mörg Afríkulönd sunnan Sahara raða sér í neðstu sætin. „Munur á milli aðstæðna kvenna og barna á Norðurlöndunum og Níger eru sláandi. Eitt af hverjum fjórum börnum ná ekki fimm ára aldri í Níger, meðan eitt af hverjum 333 börnum ná ekki fimm ára aldri á Íslandi. Íslenskar konur hafa að meðaltali 19 ára skólagöngu og meðal lífaldur þeirra er 83 ár, meðan að konur í Níger ganga færri en þrjú ár í skóla og geta ekki búist við að ná 45 ára aldri. Allar konur á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum fá aðstoð heilbrigðisstarfsfólks við fæðingu meðan 33% kvenna Í Níger fá slíka aðstoð," segir á vef Barnaheilla. Skýslan leiðir enn fremur í ljós að yfir 200 milljónir barna undir fimm ára aldri fá ekki lágmarks heilbrigðisþjónustu eins og bólusetningu og meðferð við niðurgangi og lungnabólgu. Það leiðir aftur til þess að árlega deyja tíu milljónir barna undir fimm ára aldri eða 26 þúsund börn á dag við fæðingu eða úr kvillum sem svo auðveldlega væri hægt að koma í veg fyrir eða lækna. Árlega deyja um 500 þúsund konur vegna þungunar eða barnsburðar. Bandaríkin eyða mestu en með hátt hlutfall dánartíðni barna Samkvæmt skýrslunni eru Bandaríkin það land sem eyðir hlutfallslega mestu fjármagni í heilbrigðisþjónustu á mann en er eigi að síður með hæsta hlutfall fátæktar meðal barna og eitt hæsta hlutfall dánartíðni barna í hópi hinna ríku landa. U.þ.b. 11 prósent barna í Bandaríkjunum undir 6 ára aldra eru ekki sjúkratryggð. Ungbarnadauði er 2,4 sinnum hærri hjá svörtum börnum en hvítum og nær fjórfalt fleiri svartar konur deyja af barnsförum en hvítar. Til að bæta aðstæður kvenna og barna víða um heim hvetja Barnaheill - Save the Children ríkisstjórnir landa og alþjóðastofnanir til að leggja mun meira fjármagn í menntun kvenna og stúlkna, og að efla verulega heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni. „Hægt er að ná miklum árangri með litlum tilkostnaði þar sem fátæktin er mest, með því að þjálfa starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og efla forvarnir og mæðravernd,“ segir á heimasíðu Barnaheilla. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Ísland er í þriðja sæti og fellur niður um eitt sæti samkvæmt árlegri skýrslu Barnaheilla, Save the Children í Bandaríkjunum, um stöðu mæðra og barna í heiminum 2008. Skýrslan er gefin út í tengslum við mæðradaginn sem er í dag. Fram kemur á heimasíðu Barnaheilla að í skýrslunni séu bornar saman aðstæður mæðra og barna í 146 löndum. Svíþjóð er í efsta sæti og síðan koma Noregur og Ísland en Afríkuríkið Níger er í neðsta sæti. Áberandi er hve mörg Afríkulönd sunnan Sahara raða sér í neðstu sætin. „Munur á milli aðstæðna kvenna og barna á Norðurlöndunum og Níger eru sláandi. Eitt af hverjum fjórum börnum ná ekki fimm ára aldri í Níger, meðan eitt af hverjum 333 börnum ná ekki fimm ára aldri á Íslandi. Íslenskar konur hafa að meðaltali 19 ára skólagöngu og meðal lífaldur þeirra er 83 ár, meðan að konur í Níger ganga færri en þrjú ár í skóla og geta ekki búist við að ná 45 ára aldri. Allar konur á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum fá aðstoð heilbrigðisstarfsfólks við fæðingu meðan 33% kvenna Í Níger fá slíka aðstoð," segir á vef Barnaheilla. Skýslan leiðir enn fremur í ljós að yfir 200 milljónir barna undir fimm ára aldri fá ekki lágmarks heilbrigðisþjónustu eins og bólusetningu og meðferð við niðurgangi og lungnabólgu. Það leiðir aftur til þess að árlega deyja tíu milljónir barna undir fimm ára aldri eða 26 þúsund börn á dag við fæðingu eða úr kvillum sem svo auðveldlega væri hægt að koma í veg fyrir eða lækna. Árlega deyja um 500 þúsund konur vegna þungunar eða barnsburðar. Bandaríkin eyða mestu en með hátt hlutfall dánartíðni barna Samkvæmt skýrslunni eru Bandaríkin það land sem eyðir hlutfallslega mestu fjármagni í heilbrigðisþjónustu á mann en er eigi að síður með hæsta hlutfall fátæktar meðal barna og eitt hæsta hlutfall dánartíðni barna í hópi hinna ríku landa. U.þ.b. 11 prósent barna í Bandaríkjunum undir 6 ára aldra eru ekki sjúkratryggð. Ungbarnadauði er 2,4 sinnum hærri hjá svörtum börnum en hvítum og nær fjórfalt fleiri svartar konur deyja af barnsförum en hvítar. Til að bæta aðstæður kvenna og barna víða um heim hvetja Barnaheill - Save the Children ríkisstjórnir landa og alþjóðastofnanir til að leggja mun meira fjármagn í menntun kvenna og stúlkna, og að efla verulega heilbrigðisþjónustu og aðgengi að henni. „Hægt er að ná miklum árangri með litlum tilkostnaði þar sem fátæktin er mest, með því að þjálfa starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og efla forvarnir og mæðravernd,“ segir á heimasíðu Barnaheilla.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira