Rætt um eldamennsku í Hæstarétti 14. maí 2008 11:36 Sigurður Tómas Magnússon. Úr myndasafni. MYND/Anton Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur í Hæstarétti í morgun farið yfir meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til tengdra aðila sem Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni, Baugs er gefið að sök að hafa hlutast til um. Alls er um að ræða átta ákæruliði sem meðal annars snúa að meintum ólöglegum lánveitingum til fjárfestingarfélagsins Gaums, sem er í eigu Baugsfjölskyldunnar, en sum lánanna voru til kaupa á hlutabréfum í Baugi samkvæmt ákæru. Um eitt lánanna sagði Sigurður Tómas að út frá tölvupóstsamskiptum væri ljóst að Jón Ásgeir hefði ekki ætlað sér að greiða það til baka. Þá sagði hann lánið hafa haft áhrif á verðmæti Baugs sem almenningshlutafélags. Enn fremur fjallaði saksóknari um meintar rangar tilkynningar til Verðbréfaþings Íslands um afkomu Baugs og sagði tilkynningarnar til þess fallnar að blekkja seljendur og kaupendur hlutabréfa. Vitnaði hann til tölvupóstssamskipta milli Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Stefáns Hilmarssonar, endurskoðanda félagsins, um að ná yrði hagnaði félagsins upp. Þá impraði Sigurður Tómas á því að helstu sönnunargögn í málinu væru fundargerðir, bókhaldsgögn, ársreikningar og tölvupóstar. Enn fremur vitnaði hann til álits Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors um að Jón Ásgeir hefði sem forstjóri Baugs sýnt af sér saknæman skort á eftirliti með athöfnum undirmanna sinna. Þá benti saksóknari á að Jón Ásgeir hefði fylgst með ölumm lykiltölum í rekstri Baugs og þegar tölvupóstar í málinu væru skoðaðir fylltu þeir rækilega upp í myndina af brotum ákærða. Benti hann sérstaklega á póst undir yfirskriftinni eldamennska og sagði þar ekki um hefðbundna eldamennsku að ræða heldur það sem á ensku heitir ´cooking the books´sem vísar til bókhaldssvindls. Reiknað er með að settur saksóknari flytji mál sitt í allan dag en á morgun er komið að verjendum þeirra Jóns Ásgeirs, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira
Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur í Hæstarétti í morgun farið yfir meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til tengdra aðila sem Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni, Baugs er gefið að sök að hafa hlutast til um. Alls er um að ræða átta ákæruliði sem meðal annars snúa að meintum ólöglegum lánveitingum til fjárfestingarfélagsins Gaums, sem er í eigu Baugsfjölskyldunnar, en sum lánanna voru til kaupa á hlutabréfum í Baugi samkvæmt ákæru. Um eitt lánanna sagði Sigurður Tómas að út frá tölvupóstsamskiptum væri ljóst að Jón Ásgeir hefði ekki ætlað sér að greiða það til baka. Þá sagði hann lánið hafa haft áhrif á verðmæti Baugs sem almenningshlutafélags. Enn fremur fjallaði saksóknari um meintar rangar tilkynningar til Verðbréfaþings Íslands um afkomu Baugs og sagði tilkynningarnar til þess fallnar að blekkja seljendur og kaupendur hlutabréfa. Vitnaði hann til tölvupóstssamskipta milli Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, og Stefáns Hilmarssonar, endurskoðanda félagsins, um að ná yrði hagnaði félagsins upp. Þá impraði Sigurður Tómas á því að helstu sönnunargögn í málinu væru fundargerðir, bókhaldsgögn, ársreikningar og tölvupóstar. Enn fremur vitnaði hann til álits Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors um að Jón Ásgeir hefði sem forstjóri Baugs sýnt af sér saknæman skort á eftirliti með athöfnum undirmanna sinna. Þá benti saksóknari á að Jón Ásgeir hefði fylgst með ölumm lykiltölum í rekstri Baugs og þegar tölvupóstar í málinu væru skoðaðir fylltu þeir rækilega upp í myndina af brotum ákærða. Benti hann sérstaklega á póst undir yfirskriftinni eldamennska og sagði þar ekki um hefðbundna eldamennsku að ræða heldur það sem á ensku heitir ´cooking the books´sem vísar til bókhaldssvindls. Reiknað er með að settur saksóknari flytji mál sitt í allan dag en á morgun er komið að verjendum þeirra Jóns Ásgeirs, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sjá meira