Innlent

Þrír handteknir eftir eltingarleik á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók i nótt þrjá karlmenn á þrítugsaldri, eftir að hafa elt þá akandi á miklum hraða um vegleysur í útjaðri bæjarins um stund.

Mennirnir eru grunaðir um innbrot í þrjú fyrirtæki í bænum og fannst þýfi í bíl þeirra. Þeir eru í vörslu lögreglunnar og mun rannsóknadeild lögreglunnar yfirheyra þá nánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×