Innlent

Unnið að viðgerð á þjóðvegi 1

Hópur vegagerðarmanna með stórvirkar vinnuvélar hefur unnið hörðum höndum að viðgerð á þjóðveginum á Mývatnsöræfum, sem sópaðist í burtu á kafla í hamfaraflóði laust fyrir miðnætti.

Flóðið hljóp úr stóru lóni, sem myndast hafði í Biskupshálsi, þar sem framrásin hafði stíflast og mikið vatn sanfast upp. Það sópaði þjóðveginum í burtu á að minnstakosti 200 metra kafla og skemmdi hann víðar.

Ökumaður á stórum flutningabíl, fullestuðum af fiski, nam staðar í flauminum, sem gróf veginn undan honum þannig að hann valt. Ökumanninn og aðra vegfarendur sakaði ekki. Flaumurinn dreifðist svo um miklar flatir. Björgunarsveitarmenn eru nú komir á vettvang til að ná fiskinum út úr flutningabílnum áður en honum verður komiðl á réttan kjöl, en stórir bílar og jeppar komast framhjá .

Þetta er fjölfarinn þjóðvegur á milli Norðurlands og Austfjarða og engin hjáleið er framhjá vettvangi þannig að aðeins var fært með ströndunum á milli landshluta frá miðnætti og framundir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×