Innlent

Fjölgeislamælingar í Ísafjarðardjúpi

Árni Friðriksson
Árni Friðriksson

Í júní og júlí var rs. Árni Friðriksson við fjölgeislamælingar í Ísafjarðardjúpi, á Vestfjarðamiðum og í Kolluál. Rannsóknirnar eru liður í kortlagningarverkefni Hafrannsóknastofnunarinnar en eitt af meginmarkmiðum þess er að kortleggja veiðislóðir.

Leiðangurinn hófst á Vestfjarðamiðum og þar voru kortlagðir um 2.500 km2 alls af hafsbotninum frá Grænlandssundi norður með landgrunnskanti að Hala. En alls hafa þá verið mældir um 9.400 km2 á Vestfjarðamiðum. Vegna veðurs var mælingu hætt á svæðinu og þess í stað kortlagt í Ísafjarðardjúpi.

Mjög góðar mælingar náðust af meginhluta Ísafjarðarjúps og Jökulfjarða (sbr. mynd) og þar voru kortlagðir um 500 km2 auk þess sem bætt var við mælingu utan við mynni Djúpsins og í Djúpál. Mælingarnar eru gerðar í samráði við Sjómælingar Íslands.

Í lok leiðangurs var kortlagt um 650 km2 svæði í Kolluál norðvestur af Snæfellsnesi. Skipstjóri var Kristján Finnsson og leiðangursstjóri var Guðrún Helgadóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×