Erlent

Réttarhöld yfir Tariq Aziz

Tariq Aziz, fyrrverandi utanríkisráðherra Íraks, verður leiddur fyrir dómstól í dag en hann er sakaður um aðild að morði hóps af kaupmönnum árið 1992.

Aziz er í hópi sjö annarra ráðamanna úr fyrrum stjórn Saddam Hussein sem sakaðir eru um morð þessi. Kaupmennirnir voru sakaðir um okur á þeim tíma sem viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna var í gildi gagnvart landinu.

Sonur Aziz segir föður sinn saklausan af þessum glæp þar sem hann hafi verið erlendis er morðin áttu sér stað. Aziz var þekktur á tímum fyrri Flóabardaga en hann var eini kristni ráðherrann í stjórn Saddam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×