Innlent

Björn bannar allt þyrluflug á Þingvöllum

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og formaður Þingvallanefndar, hefur ákveðið að banna allt þyrluflug í þjóðgarðinum á Þingvöllum til fyrsta október.

Ástæðan er að mikið hefur verið um þyrluflug í þjóðgarðinum í tengslum við endurbyggingar sumarbústaða þar og nýframkvæmdir. Þar sem þannig háttar til að ekki er hægt að koma byggingarefni að framkvæmdastöðum landveginn, hafa menn gripið til þess ráðs að nota þyrlur til verksins. Frekari framkvæmdir verða nú að bíða til haustsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×