Viðskipti innlent

Íslendingur á Nyhedsavisen: Starfsmenn komu af fjöllum

Morten Lund á fundi með starfsmönnum Nyhedsavisen í morgun.
Morten Lund á fundi með starfsmönnum Nyhedsavisen í morgun.

Teitur Jónasson, yfirmaður ljósmyndadeildar Nyhedsavisen, segir að allir starfsmenn ritstjórnar blaðsins hafi komið af fjöllum þegar tilkynnt var um að útgáfu blaðsins yrði hætt í gær.

Tilkynningin um að útgáfunni yrði hætt kom í tölvupósti til starfsmanna um klukkutíma eftir að lokið var við að senda síðasta tölublaðið í prent.

„Það höfðu reyndar verið sögusagnir um þetta síðasta föstudag eftir að launin bárust ekki en Morten Lund eigandi sló þær af borðinu. Þetta kom okkur öllum því mjög á óvart," segir Teitur.

Í morgun var svo haldinn fundur með eigendum og starfsmönnum. Morten Lund útskýrði afhverju þessi ákvörðun hefði verið tekin.

„Stemningin á fundinum í morgun var fín. Kannnski soldið tilfinningaþrungin. Morten bað okkur afsökunar á því að þetta væri niðurstaðan. En það er enginn reiður út í hann. Flestir starfsmenn gera sér grein fyrir því að ef hann hefði ekki komið inn í þennan resktur væri löngu búið að taka þessa ákvörðun."

Launamál eru enn í óvissu hjá mörgum starfsmönnum en samkvæmt fréttum hefur Morten Lund ekki gefið nein svör um hvort hann geti staðið við skuldbindingar sínar í þeim málum.

Að öllum líkindum þurfa margir starfsmenn að leita á náðir hins opinbera sem tryggir starfsmenn fyrir skakkaföllum af þessu tagi.

Teitur, sem hlotið hefur verðlaun fyrir ljósmyndun á þeim tíma sem hann hefur verið yfir ljósmyndadeild Nyhedsavisen, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um sín næstu skref.












Tengdar fréttir

Útgáfu Nyhedsavisen hætt

Útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen í Danmörku hefur verið hætt og kemur blaðið ekki út í dag.

Pólskir blaðberar gerðu aðsúg að Morten Lund

Kalla þurfti lögregluna til þegar Morten Lund eigandi Nyhedsavisen ætlaði að fund með starfsmönnum útgáfunnar í Kaupmannahöfn í morgun. Pólskir blaðberar sem misst hafa vinnu sína gerðu aðsúg að Lund sem slapp við illan leik inn á skrifstofur blaðsins.

Stoðir Invest: Með veð í öllum eignum Mortens Lund

Heimildir Vísis herma að Stoðir Invest vonist til að fá eitthvað af þeim fjórum milljörðum sem félagið lánaði Nyhedsavisen í útgáfutíð þess til baka í gegnum veð sem það á í öllum eignum Mortens Lund, stærsta hluthafa blaðsins.

Útgáfu Nyhedsavisen hætt

Danskir netmiðlar greina frá því í kvöld að útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen, sem eitt sinn var í eigu Íslendinga, verði hætt. Starfsmönnum mun hafa verið tilkynnt þetta í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×