Innlent

Olíuhækkanir hafa áhrif á störf lögreglu

Hækkanir á bensíni og olíu eru farnar að hafa áhrif á störf lögregluembættanna í landinu þar sem fjárveitingar hafa ekki hækkað í takt við hækkanirnar. Embættin hafa brugðist við hækkunum með því að draga úr akstri og sinna í auknum mæli staðbundnu eftirliti.

Bensínverð hefur hækkað um nærri 30 prósent það sem af er ári og kemur það óneitanlega niður á fjölmörgum starfstéttum í landinu. Lögreglan er þar engin undantekning og hefur rekstrarkostnaður þeirra hækkað umtalsvert án þess að aukafjárveiting komi á móti. Lögregluembættið á Hvolsvelli er þeirra á meðal.

Umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli er mjög stórt og vegalengdir milli staða því miklar. Þannig eru um 220 kílómetrar af þjóðvegi 1 innan umdæmis lögreglunnar auk hálendisvega sem ná alla leið í Nýja-dal í norðri. Til að nýta fjárveitingar sínar sem best verður lögregluembættið því að stýra sínum akstri með hagkvæmni í huga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×