Erlent

Edwards ætlar að styðja Obama

John Edwards
John Edwards

Búist er við því að forsetaframbjóðandinn fyrrverandi John Edwards muni lýsa yfir stuðningi sínum við framboð Barack Obama í kvöld. Gert er ráð fyrir því að Edwards muni opibera stuðning sinn við Obama á kosningafuni í Grand Rapids í Michigan í kvöld.

Bæði Obama og andstæðingur hans, Hillary Clinton, hafa sóst eftir stuðningi Edwards síðan hann dró framboð sitt til baka í lok janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×