Davíð ekki að íhuga að segja af sér - Krónan enn heppilegur gjaldmiðill 28. október 2008 11:42 Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira