Davíð ekki að íhuga að segja af sér - Krónan enn heppilegur gjaldmiðill 28. október 2008 11:42 Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, segist ekki vera að íhuga að segja af sér sem seðlabankastjóri eins og farið hefur verið fram á í mótmælum að undanförnu. Þegar Davíð var spurður um þetta á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun sagði hann mótmælin hefðu verið heldur fámenn. Það væri sjálfsagt farið að grána og guggna hjá honum úr því fleiri hefðu ekki mætt. Þá spurði hann fréttamann á móti hvort hann hefði íhugað að hætta í sínu starfi. Davíð er enn þeirrar skoðunar að krónan sé heppilegu gjaldmiðill fyrir Íslendinga til framtíðar. Hann sagði þó að hann skildi að menn hefðu efasemdir um gjaldmiðilinn og þá yrði að ræða það. Seðlabankinn myndi hins vegar ekki að vera í fararbroddi þeirrar umræðu. Stýrivextir erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki Þá sagði seðlabankastjóri að hann væri ekki í vafa um 18 prósenta stýrivextir væru erfiðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu en afar þýðingarmikið væri að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf sem væri ein af grunnþörfunum til þess að kerfið virkaði. Davíð var spurður út í þá ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti úr 12 prósentum í 18 í dag en aðeins eru um tvær vikur frá því að vextir voru lækkaðir um 3,5 prósentustig. Aðspurður hvort samráð hefði verið haft við ASÍ og Samtök atvinnulífsins um þetta sagði Davíð að haft hefði verið samráð við aðilana um vinnuna með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Benti hann á að þessiar aðilar hefðu talað fyrir aðstoð sjóðsins. Afar þýðingarmikið að allir dragi vagninn í sömu átt Aðspurður hvort hann væri sammála þeirri ákvörðun að leita til IMF sagði Davíð að Seðlabankinn hefði sagt að það hafi verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar að að ganga til samninga við sjóðinn og þá myndi bankinn fyljga því eftir. Afar þýðingarmikið væri að allir menn drægju vagninn í sömu átt. Þá sagði Davíð að með hækkun stýrivaxta væru minni líkur á áframhaldandi vantrausti á gjaldmiðilinn og að traust myndi vaxa á ný með tímanum. Benti hann á að þegar við hefðum misst 85 prósent af bankakerfinu mættu menn ekki vera hissa á að það hrikti í og reyndi á. Þá var Davíð spurður að því hvort sú ákvörðun stjórnvalda að taka Glitni yfir hefðu verið afdrifarík mistök. Hann taldi svo ekki vera en það hefði verið dapurleg staða að Glitnir skyldi vera kominn í þrot. Björgunaraðgerðin hefði ekki verið mistök. Þá sagði hann um hugmynd Landsbankamanna um sameiningu Glitnis. Landsbankans og Straums, sem kynnt var daginn fyrir yfirtökuna á Glitni, að blaðamenn ættu að stúdera þær tillögur og athuga svo hvort þeir myndu ráðleggja stjórnvöldum að fara eftir þeim. „Ég er hræddur um að það yrði 11-0 hér við borðið," sagði Davíð og vísaði til borðs blaðamanna.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira