Lífið

Ætlar að rækta betur sambandið við vini og fjölskyldu

Kolbrún Björnsdóttir.
Kolbrún Björnsdóttir.

„Ég er á Akureyri hjá tengdafjölskyldunni minni. Við ætlum að hafa það notalegt í kvöld, borða kalkún, horfa á skaupið, skjóta upp nokkrum rakettum og spila Íslandsspilið fram undir morgun," svarar Kolbrún Björnsdóttir einn stjórnandi dægurmálaþáttarins „Í Bítið" á Bylgjunni þegar Vísir spurði um hápunkta hennar á árinu sem er að líða undir lok.

„Árið hjá mér var aðeins rólegra en fréttaárið sem er að líða, það sem helst stendur upp úr er ferming fósturdótturinnar og að allir eru við hestaheilsu og gengur vel í námi og vinnu. Helsta breytingin á árinu er að ég eignaðist annan hund, Mario minn," segir Kolbrún.

„Ég strengi aldrei áramótaheit en ætla mér þó að hreyfa mig meira og er meira að segja búin að bóka mig á rope-yoga námskeið sem hefst í næstu viku," segri Kolbrún aðspurð um hennar áramótaheit.

„Svo ætla ég að rækta enn betur sambandið við vini mína og fjölskyldu og hvet alla til að gera slíkt hið sama," segir Kolbrún að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.