Innlent

Hætta rannsókn á meintum sauðaþjófnaði

Rannsókn á meintum sauðaþjófnaði, sem hófst með húsleilt í Nesjum í Hornafirði skömmu fyrir síðsutu jól, hefur verið felld niður. Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun lögreglustjórans á Eskifirði.

Í tilkynningu frá lögmanni bóndans segir að við húsleitina hafi ekkert komið fram sem veitti minstu vísbendingu um að ásakanir um sauðaþjófnað ættu við rök að styðjast. Með kærunni hafi verið gerð tilraun til að hafa æruna af bóndanum, segir lögmaður hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×