BSRB vill skammtíma samning 18. apríl 2008 15:38 Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. MYND/ÞÖK Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, hvetur til þess að þegar í stað hefjist viðræður við fjármálaráðuneytið um skammtíma samning. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn BSRB sendi frá sér í dag. „Í ályktuninni ítrekar stjórnin mikilvægi þess að kjör innan almannaþjónustunnar verði stórbætt. Svo er komið að mjög víða er þar við alvarlega manneklu að stríða sem rekja má til bágra kjara og er brýnt að taka af alvöru á þeim vanda, segir í tilkynningu frá samtökunum. Ályktun stjórnar BSRB fer orðrétt hér á eftir: „Stjórn BSRB ítrekar hve mikilvægt er að stórbæta kjör innan almannaþjónustunnar. Svo er komið að mjög víða er þar við alvarlega manneklu að stríða sem rekja má til bágra kjara og er brýnt að taka af alvöru á þeim vanda. Kjarakannanir hafa sýnt fram á, svo ekki verður um villst, að launagliðnun hefur orðið á milli almannaþjónustunnar annars vegar og stórra geira á almennum vinnumarkaði hins vegar. Þá minnir stjórn BSRB á marggefin fyrirheit um að bæta kjörin innan almannaþjónustunnar og hefur m.a. ítrekað verið vísað í umönnunarstéttir í því efni. Í ljósi þess hve skammur tími er til stefnu, þar sem kjarasamningar við ríkið eru lausir um næstu mánaðamót, og vegna þeirra óveðursskýja sem hrannast hafa upp í efnahagslífinu, með verðbólgu sem teygir sig í tveggja stafa tölu, telur stjórn BSRB æskilegt að gerður verði skammtímasamningur við fjármálaráðuneytið og þar með fengið svigrúm til að taka ávörðun um leiðir að framangreindu marki. Stjórn BSRB hvetur til þess að þegar í stað hefjist viðræður við fjármálaráðuneytið um skammtíma samning. Mikilvægt er að skapa víðtæka samstöðu um að hamla gegn verðbólgu og jafna kjörin í þjóðfélaginu. Launafólk gerir sér grein fyrir skaðsemi óðaverðbólgu sem rýrir lífskjörin með ógnarhraða; lánskjörin þyngjast og útgjöld heimilanna hækka eftir því sem verðbólguhjólin snúast hraðar. Stjórn BSRB minnir stjórnvöld á mikilvægi almannaþjónustunnar og ábyrgð stjórnvalda hvað hana varðar. Almannaþjónustuna verður að efla en ekki veikja með niðurskurði og einkavæðingu. Þá er grundvallaratriði að skipulagsbreytingar verið ekki framkvæmdar í ósátt við samtök launafólks. Þetta verða stjórnvöld að íhuga af alvöru. Öflug samfélagsþjónusta er kjölfestan í samfélaginu. Á þá kjölfestu reynir því meir eftir því sem meira gefur á bátinn." Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, hvetur til þess að þegar í stað hefjist viðræður við fjármálaráðuneytið um skammtíma samning. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn BSRB sendi frá sér í dag. „Í ályktuninni ítrekar stjórnin mikilvægi þess að kjör innan almannaþjónustunnar verði stórbætt. Svo er komið að mjög víða er þar við alvarlega manneklu að stríða sem rekja má til bágra kjara og er brýnt að taka af alvöru á þeim vanda, segir í tilkynningu frá samtökunum. Ályktun stjórnar BSRB fer orðrétt hér á eftir: „Stjórn BSRB ítrekar hve mikilvægt er að stórbæta kjör innan almannaþjónustunnar. Svo er komið að mjög víða er þar við alvarlega manneklu að stríða sem rekja má til bágra kjara og er brýnt að taka af alvöru á þeim vanda. Kjarakannanir hafa sýnt fram á, svo ekki verður um villst, að launagliðnun hefur orðið á milli almannaþjónustunnar annars vegar og stórra geira á almennum vinnumarkaði hins vegar. Þá minnir stjórn BSRB á marggefin fyrirheit um að bæta kjörin innan almannaþjónustunnar og hefur m.a. ítrekað verið vísað í umönnunarstéttir í því efni. Í ljósi þess hve skammur tími er til stefnu, þar sem kjarasamningar við ríkið eru lausir um næstu mánaðamót, og vegna þeirra óveðursskýja sem hrannast hafa upp í efnahagslífinu, með verðbólgu sem teygir sig í tveggja stafa tölu, telur stjórn BSRB æskilegt að gerður verði skammtímasamningur við fjármálaráðuneytið og þar með fengið svigrúm til að taka ávörðun um leiðir að framangreindu marki. Stjórn BSRB hvetur til þess að þegar í stað hefjist viðræður við fjármálaráðuneytið um skammtíma samning. Mikilvægt er að skapa víðtæka samstöðu um að hamla gegn verðbólgu og jafna kjörin í þjóðfélaginu. Launafólk gerir sér grein fyrir skaðsemi óðaverðbólgu sem rýrir lífskjörin með ógnarhraða; lánskjörin þyngjast og útgjöld heimilanna hækka eftir því sem verðbólguhjólin snúast hraðar. Stjórn BSRB minnir stjórnvöld á mikilvægi almannaþjónustunnar og ábyrgð stjórnvalda hvað hana varðar. Almannaþjónustuna verður að efla en ekki veikja með niðurskurði og einkavæðingu. Þá er grundvallaratriði að skipulagsbreytingar verið ekki framkvæmdar í ósátt við samtök launafólks. Þetta verða stjórnvöld að íhuga af alvöru. Öflug samfélagsþjónusta er kjölfestan í samfélaginu. Á þá kjölfestu reynir því meir eftir því sem meira gefur á bátinn."
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira