Miltisbrandshræ í gámi í átta mánuði Atli Steinn Guðmundsson skrifar 26. júní 2008 11:50 Ekki er mögulegt að brenna miltisbrandssmitaðar dýraleifar og jarðveg hér á landi enn sem komið er. Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir í samtali við Vísi. Leifar af dýrum sem fundust 2. nóvember í fyrra á svipuðum slóðum og beinin í Garðabæ í gær eru enn í geymslu. „Það vantar brennslumöguleikann og þær sitja bara enn þá lokaðar inni í gám. Það mál er í vinnslu hjá umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun þar til hægt er að koma þessu í brennslustöð sem getur brennt það. Þetta er í öruggri geymslu og smitast ekkert út frá því," sagði Halldór. Ekkert óeðliegt við að byggja á miltisbrandsslóðum Haraldur Briem sóttvarnalæknir kvað ekkert óeðlilegt við að mannabústaðir væru byggðir þar sem miltisbrandsgró hefðu fundist: „Það er alveg eðlilegt. Mönnum stafar engin hætta af þessu. Þótt einhver gró séu undir húsi stafar okkur engin hætta af því. Hættan sem af þessu stafar er fyrst og fremst fyrir dýr og einkum grasbíta. Dýrin fá þessi gró þá í meltingarveginn og þá stafar mönnum hætta af þessu þegar þeir fara að handfjatla þessi dýr og borða þau. Líka ef verið er að flá dýr og vinna ull og svo framvegis." Haraldur segir miltisbrand fyrst hafa borist til Íslands með húðum frá Afríku á 19. öld. Ekki sé talið að miltisbrandur hafi verið til á Íslandi fyrir þann tíma. Þessar húðir hafi svo verið fluttar hingað og þangað um landið. Haraldur segir að rætt sé um kaup á færanlegum brennsluofni til að meðhöndla svona tilfelli sem eins væri hentugur ef fuglaflensusmit kæmi upp. Þá væri mikilvægt að sýkt dýrahræ væru flutt sem minnst milli staða. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Ekki er mögulegt að brenna miltisbrandssmitaðar dýraleifar og jarðveg hér á landi enn sem komið er. Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir í samtali við Vísi. Leifar af dýrum sem fundust 2. nóvember í fyrra á svipuðum slóðum og beinin í Garðabæ í gær eru enn í geymslu. „Það vantar brennslumöguleikann og þær sitja bara enn þá lokaðar inni í gám. Það mál er í vinnslu hjá umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun þar til hægt er að koma þessu í brennslustöð sem getur brennt það. Þetta er í öruggri geymslu og smitast ekkert út frá því," sagði Halldór. Ekkert óeðliegt við að byggja á miltisbrandsslóðum Haraldur Briem sóttvarnalæknir kvað ekkert óeðlilegt við að mannabústaðir væru byggðir þar sem miltisbrandsgró hefðu fundist: „Það er alveg eðlilegt. Mönnum stafar engin hætta af þessu. Þótt einhver gró séu undir húsi stafar okkur engin hætta af því. Hættan sem af þessu stafar er fyrst og fremst fyrir dýr og einkum grasbíta. Dýrin fá þessi gró þá í meltingarveginn og þá stafar mönnum hætta af þessu þegar þeir fara að handfjatla þessi dýr og borða þau. Líka ef verið er að flá dýr og vinna ull og svo framvegis." Haraldur segir miltisbrand fyrst hafa borist til Íslands með húðum frá Afríku á 19. öld. Ekki sé talið að miltisbrandur hafi verið til á Íslandi fyrir þann tíma. Þessar húðir hafi svo verið fluttar hingað og þangað um landið. Haraldur segir að rætt sé um kaup á færanlegum brennsluofni til að meðhöndla svona tilfelli sem eins væri hentugur ef fuglaflensusmit kæmi upp. Þá væri mikilvægt að sýkt dýrahræ væru flutt sem minnst milli staða.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira