Innlent

Margir stöðvaðir við hraðakstur í Öxnadal

Lögreglan á Akureyri stöðvaði sextán ökumenn fyrir of hraðann akstur í Öxnadal í gærkvöldi og fram á nótt.

Þrír þeirra voru á liðlega 150 kílómetra hraða. Allir voru þeir á norðurleið á árlega bíladaga á Akureyri og voru ökumennirnir allir um eða innan við tvítugt.

Lögreglan hefur töluverðan viðbúnað vegna hátíðarinnar enda freistast gestir til að tæta og reykspóla í bænum, friðsömum íbúunum til ama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×