Innlent

Fíkniefni fundust í nemendaíbúðum Háskólans á Bifröst

Fjölmennt lögreglulið úr Borgarfirði, Dölum, fíkniefnalögreglunni í Reykjavík og úr sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt tollgæslumönnum og þremur fíkniefnahundum, gerði húsleilt í þremur nemendaíbúðum við Háskólann á Bifröst í gærkvöldi.

Leitin var gerð í samráði við skólayfirvöld og voru sérsveitarmenn vopnaðir, þar sem óttast var að vopn væru í einni íbúðinni, en svo reyndist þó ekki. Kannabis, amfetamín og kókaín fundust í öllum íbúðunum, en aðeins í neysluskömmtum, og teljast málin upplýst.

Í leiðinni var einn handtekinn, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×