Innlent

Snöruprófessor sagt upp störfum

Madonna Constantine. Talar á útifundi um rasisma.
Madonna Constantine. Talar á útifundi um rasisma.

Svartur prófessor í Bandaríkjunum breyttist á einni nóttu úr píslarvætti í skúrk. Madonna Constantine komst í heimsfréttirnar þegar hún gekk fram á hengingarsnöru sem hengt hafði verið á dyr skrifstofu hennar. Nú hefur hún verið rekin fyrir ritstuld.

Forseti Kólumbíu háskólans, Lee Bollinger, í Bandaríkjunum fór á sínum tíma hörðum orðum um þá sem hengdu snöruna upp. Hún fordæmdi athæfið sem hún sagði tilvísun í árásir Ku Klux Klan á svertingja.

Snaran á skrifstofunni. Allt varð vitlaust þegar hún fannst.

"Þetta er árás á alla svertingja og þar með árás á okkur öll," sagði Lee Bollinger í yfirlýsingu.

Madonna breyttist í píslarvott fyrir vikið og talaði um rasisma á útifundum. Á sama tíma var hún sjálf undir rannsókn. Hún var grunuð um að hafa stolið höfundaverki annarra prófessora án þess að geta heimilda.

Í dag var hún svo rekin sem prófessor og á sér litla samúð vestra - þrátt fyrir hengingarsnörur og stór orð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×