Erlent

Maðurinn á Madeleine-teikningunni fundinn

Óli Tynes skrifar
FBI teikningin.
FBI teikningin.
Portúgalska lögreglan hefur fundið mann sem er nauðalíkur þeim sem er á mynd sem sérfræðingur bandarísku alríkislögreglunnar teiknaði fyrir foreldra Madeleine McCann. Talið er hugsanlegt að hann tengist hvarfi hennar.

Maðurinn er portúgalskur og heitir Joaquim Agostinho. Það voru tveir breskir ferðamenn sem höfðu samband við lögregluna eftir að Agostinho fylgdi þeim eftir. Þeim fannst hann sláandi líkur manninum á teikningunni.

Kona sem lýsti manninum fyrir FBI teiknaranum segir að Agostinho sé nákvæmlega eins og maðurinn sem hún lýsti.

Aogstinho viðurkennir að myndin sé lík sér, en segist hvergi hafa komið nærri hvarfi Madeileine McCann.

Lögreglan er nú að rannsaka Agostinho og ferðir hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.