Áhættumat ef selja á ógerilsneydda mjólk Atli Steinn Guðmundsson skrifar 16. september 2008 12:39 Hin nýja pökkunarvél Mjólkursamsölunnar á Ísafirði. „Samkvæmt núgildandi reglum er sala á ógerilsneyddri mjólk bönnuð," segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá Matvælastofnun, inntur eftir viðbrögðum við tillögu Landssambands kúabænda um að leyfa sölu á ógerilsneyddri mjólk en Fréttablaðið fjallar um hana í dag. „Reyndar hefur verið leyft að selja broddmjólk með ákveðnum skilyrðum, slík kemur úr fyrstu mjöltum eftir burð, en alla mjólk til sölu þarf samt sem áður að hitameðhöndla og eyða þar með í henni hugsanlegum sýklum. Á sínum tíma voru það berklar en það er líka listería, kamfýlóbakter, salmonella og kólígerlar sem um er að ræða," útskýrir Sigurður. Sigurður segir Dani búa við rýmri reglur enda vinni þeir eftir nýrri löggjöf ESB um matvælaeftirlit og -vinnslu en Landssamband kúabænda styður mál sitt með því að þar í landi megi selja ógerilsneydda mjólk frá kúabúum sem uppfylli ákveðin skilyrði. „Það er þannig að hvert ríki innan ESB getur sett sínar reglur, svokallaðar landsreglur. Aðildarlöndin geta líka alltaf gert kröfu um gerilsneyðingu og við vinnum eftir þeirri reglu að það eigi að gerilsneyða mjólk fyrir sölu," segir hann enn fremur. „Það hefur ekki verið fjallað um þetta beinlínis hér en krafan er sú að matvæli séu örugg til neyslu. Eigi að slaka á þeirri kröfu verður það ekki gert nema að undangengnu áhættumati og slíkt mat hefur ekki farið fram enda ekki beðið um það. Oft er vísað í nágrannalöndin og þetta sem kúabændur eru að vísa í er ekki beinlínis þannig að bændur séu með einhverja verslun á bæ sínum heldur mega þeir selja þeim sem koma til þeirra og biðja um að fá að kaupa gerilsneydda mjólk," segir Sigurður að lokum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira
„Samkvæmt núgildandi reglum er sala á ógerilsneyddri mjólk bönnuð," segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá Matvælastofnun, inntur eftir viðbrögðum við tillögu Landssambands kúabænda um að leyfa sölu á ógerilsneyddri mjólk en Fréttablaðið fjallar um hana í dag. „Reyndar hefur verið leyft að selja broddmjólk með ákveðnum skilyrðum, slík kemur úr fyrstu mjöltum eftir burð, en alla mjólk til sölu þarf samt sem áður að hitameðhöndla og eyða þar með í henni hugsanlegum sýklum. Á sínum tíma voru það berklar en það er líka listería, kamfýlóbakter, salmonella og kólígerlar sem um er að ræða," útskýrir Sigurður. Sigurður segir Dani búa við rýmri reglur enda vinni þeir eftir nýrri löggjöf ESB um matvælaeftirlit og -vinnslu en Landssamband kúabænda styður mál sitt með því að þar í landi megi selja ógerilsneydda mjólk frá kúabúum sem uppfylli ákveðin skilyrði. „Það er þannig að hvert ríki innan ESB getur sett sínar reglur, svokallaðar landsreglur. Aðildarlöndin geta líka alltaf gert kröfu um gerilsneyðingu og við vinnum eftir þeirri reglu að það eigi að gerilsneyða mjólk fyrir sölu," segir hann enn fremur. „Það hefur ekki verið fjallað um þetta beinlínis hér en krafan er sú að matvæli séu örugg til neyslu. Eigi að slaka á þeirri kröfu verður það ekki gert nema að undangengnu áhættumati og slíkt mat hefur ekki farið fram enda ekki beðið um það. Oft er vísað í nágrannalöndin og þetta sem kúabændur eru að vísa í er ekki beinlínis þannig að bændur séu með einhverja verslun á bæ sínum heldur mega þeir selja þeim sem koma til þeirra og biðja um að fá að kaupa gerilsneydda mjólk," segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Sjá meira