Innlent

OR fær bætur

Úrskurðarnefnd viðlagatrygginga hefur úrskurðað að Viðlagatrygging skuli bæta Orkuveitu Reykjavíkur tjón sem varð á dælustöð í Kaldárholti í Rangárvallasýslu í jarðskjálftunum árið 2000.

Það hefur tekið Orkuveituna átta ár að fá bótaskylduna viðurkennda en Viðalagatrygging bauð á sínum tíma að greiða tvær milljónir króna vegna tjónsins, en dælustöðin sem metin var á 35 milljónir var metin ónýt eftir skjálftann.

Kostnaður vegna málaferlanna er um 115 milljónir króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×