Innlent

Heróínsmyglari dæmdur í héraðsdómi

Maðurinn var tekinn í komusal í Leifsstöð með heróínið.
Maðurinn var tekinn í komusal í Leifsstöð með heróínið.

Karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot á síðasta ári. Maðurinn var meðal annars tekinn með heróín í Leifsstöð og í tólf önnur skipti greip lögreglan manninn með fíkniefni. Einnig stal hann trommusetti, stól, þremur lömpum, spegli og þremur tveggja lítra kókflöskum.

Maðurinn var dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en lang flestir ákæruliðnir snéru að fíkniefnalagabrotum. Í febrúar á síðasta ári var hann tekinn með 0,53 grömm af heróíni í komusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Fimm sinnum var hann tekinn með fíkniefni á Grettisgötu og sjö sinnum á heimili sínu á Langholtsvegi.

Lögreglan greip hann með stól, þrjá lampa, spegil og þrjár tveggja lítra kókflöskur að vermæti 37.500 krónur í kerru í Sigtúni í janúar á síðasta ári.

Maðurinn var dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Upptæk til ríkissjóðs voru gerð 0,53 g af heróíni, 394,86 g af amfetamíni, 83,23 g af hassi, 13,31 g af MDMA, 26,76 g af kókaíni, 2,49 g af maríhúana og 2,08 g af tóbaksblönduðu kannabisefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×